Þekking á fjölbreytileika stuðlar að jafnrétti

og sanngirni innan vinnustaða og skóla

Fjölbreytni meðal starfsmanna

auðgar vinnustaðamenningu

Fyrirtæki og stofnanir sem ná að virkja

fjölbreytileika starfsmanna ná betri árangri

Virk tengslamyndun við minnihlutahópa

eykur traust gagnvart viðbragðsaðilum

Fræðsla fyrir stofnanir réttarvörslukerfisins, viðbragðsaðila og fyrirtæki í öryggisþjónustu

Það er talið brýnt að stofnanir réttarvörslukerfisins, eins og lögreglan, endurspegli samfélag sitt eins vel og kostur er. Þessu til viðbótar er mikilvægt að skilningur ríki innan réttarvörslukerfisins á margbreytileika samfélagsins. Rannsóknir sýna að fólk sem tilheyrir minnihlutahópum bera síður traust til réttarvörslukerfisins en aðrir. Slíkt getur skapað vandkvæði. Mikilvægt er að þessar stofnanir njóti trausts. Ekki er það síður mikilvægt öðrum stofnunum, eins og viðbragðaðilum, sem þjónusta samfélagið og eru oft framlínustéttir.
Boðið er upp á fræðslu og þjálfun til stofnanna réttarvörslukerfisins, viðbragðsaðilar og fyrirtæki sem sinna öryggisgæslu. 

Fræðsla og námskeið fyrir fyrirtæki

Í samfélagi þar sem ríkir fjölbreytni meðal íbúa er mikilvægt fyrir fyrirtæki og stofnanir að aðlaga sig slíku samfélagi. Í boði er fræðsla og námskeið um flest þau málefni sem tengjast fjölbreytileika í samfélaginu. Allt frá stuttum fyrirlestrum um ákveðið málefni til lengri námskeiða sem taka á stærri flöt margbreytileikans. Hægt er að fá fræðslu á vinnustaðnum eða í gegnum netið.  

Markmið slíkra fræðslu er einna helst að vekja starfsfólk til umhugsunar um ýmis málefni, sem sem fordóma, mismunun, neikvæð tjáning, sem og auka skilning þeirra á margbreytileika manneskjunnar. Fræðsla um fjölbreytileika snýr þannig að stuðningi til bættra tengsla starfsfólks sína og milli og gagnvart viðskiptavini. Samskiptin munu þannig einkennast að jákvæðum viðhorfum og tjáningu, án mismununar. 

Fræðsla fyrir grunn-, framhalds- og háskóla

Mundialis býður upp á fræðslu í grunn-, framhalds-, og háskólum um námsefni sem snýr að fordómum, hatursglæpum, haturstjáningu og mismunun. Jafnframt sér Mundialis um að þróa og veita skólum aðstoð varðandi forvarnastarf sem tengist neikvæðum viðhorfum og tjáningu nemenda. 

Námskeið í Póllandi

Mundialis býður upp á námskeið í Póllandi í samstarfi við Gyðingasafnið í Oswiecum. Námskeiðin eru sniðið að þörfum viðskiptavina en snúa að fordómum og haturstjáningu. Hluti námskeiðsins fer fram í Auschwitz-Birkenau.

Eyrún, eigandi Mundialis, hefur haldið þrenn slík námskeið fyrir 80 lögreglumenn frá árinu 2017. Námskeiðin hafa verið vinsæl og þátttakendur afar ánægðir.

Alþjóðleg verkefni

Mundialis tekur þátt í ýmsum alþjóðlegum og erlendum verkefnum og hefur áhuga á að skoða þátttöku í öllum slíkum verkefnum sem byggja á mannréttindum og jafnrétti. 

Meðal verkefna:

  • Erasmus+ verkefni um þróun fræðsluefnis fyrir ferðaþjónustu með Kynnisferðum, Irish Extreme og Simon Papet/Ecloo.
  • Samstarf við Gyðingasafnið í Oswiecum í Póllandi um fræðslu til handa lögreglumönnum og hermönnum um haturstjáningu og fordóma.

image
image
image
image
image